Menning

Fyrirlestur um Shakespeare og Ofviðrið

Friðrika Benónýsdóttir skrifar
Richard Wilson er feikivirtur Shakespeare-fræðingur.
Richard Wilson er feikivirtur Shakespeare-fræðingur.
Richard Wilson, Sir Peter Hall Professor of Shakespeare Studies við Kingston-háskóla í Lundúnum, heldur fyrirlestur á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur mánudaginn 17. nóvember klukkan 11.45. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og ber yfirskriftina „Come Unto These Yellow Sands: Shakespeare's Other Heading“ og fjallar um Shakespeare og tengsl Evrópu og Afríku, síðnýlenduhyggju og Ofviðrið út frá hugmyndafræði franska heimspekingsins Jacques Derrida.



Richard Wilson er virtur fræðimaður á alþjóðlegum vettvangi. Hann hefur kennt við háskólana í Cardiff, Lancaster og Sorbonne áður en hann var útnefndur Sir Peter Hall Professor of Shakespeare Studies við Kingston-háskóla í Englandi. Hann á sæti í stjórn Rose-leikhússins og er Fellow við leikhúsið The Globe í Lundúnum.



Fyrirlesturinn fer fram mánudaginn 17. nóvember kl. 11.45-12.45 í stofu 201 í Odda í Háskóla Íslands. Allir eru velkomnir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×