Lífið

Fyrirlestur um frásagnarhefð og tungumál inúíta

Tiffany Ayalik
Tiffany Ayalik
Kanadíska listakonan Tiffany Ayalik heldur hádegisfyrirlestur á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur og Sendiráðs Kanada á Íslandi um sagnahefð inúíta í Norður-Kanada á mánudaginn kl. 12-13 í stofu 201 í Lögbergi í HÍ. Tiffany Ayalik fæddist í Yellowknife í Norður-Kanada og er af inúítaættum. Hún kynntist frásagnarhefð inúíta þegar hún hlustaði á sögur eldra fólks af inúítaættum. Hún er með framhaldsmenntun í leiklist frá Alberta-háskóla. Tiffany Ayalik á að baki langan leikferil og vefur gjarna menningu inúíta í list sína. Í fyrirlestri sínum fjallar hún um hvaða áhrif það hefur haft á minnihlutahópa í Norður-Kanada að tapa upprunalegu tungumáli sínu og menningu og hvernig ungri kynslóð inúíta tekst að dafna sem minnihlutahópur. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. - mg





Fleiri fréttir

Sjá meira


×