Innlent

Fyrirlestramaraþon: Rúmlega þrjátíu fyrirlestrar í HR

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hér má sjá Friðrik Má tala vangaveltur um sölu á sameiginlegum náttúruauðlindum þjóðarinnar og Ari Kristinn rektor er tímavörður.
Hér má sjá Friðrik Má tala vangaveltur um sölu á sameiginlegum náttúruauðlindum þjóðarinnar og Ari Kristinn rektor er tímavörður. mynd/HR
Fyrirlestramaraþon fer fram í sjöunda sinn í Háskólanum í Reykjavík í dag en þar stíga fræðimenn HR á stokk og fjalla um rannsóknir sínar á sjö mínútum.

Tilgangur Fyrirlestramaraþons HR er að draga fram í dagsljósið ótalmargar áhugaverðar rannsóknir og viðfangsefni fræðimanna við háskólann og kynna þær fyrir samstarfsfólki, nemendum og samfélaginu almennt.

Rannsóknirnar sem fjallað er um koma úr öllum fjórum akademískum deildum HR: lagadeild, viðskiptadeild, tölvunarfræðideild og tækni- og verkfræðideild.

Meðal fyrirlestra eru:

Páll Jakob Líndal
, nýdoktor við tölvunarfræðideild HR, sem fjallar um tímamótarannsókn þar sem sálfræði og tölvunarfræði mætast til að meta sálræn áhrif umhverfis á okkur manneskjurnar.

Kamilla Rún Jóhannsdóttir
, lektor við sálfræðisvið HR, sem fjallar um hvernig hægt er að mæla streitu hjá flugumferðastjórum með raddmælingum.

Sveinn Þorgeirsson, aðjúnkt við íþróttafræðisvið, sem greinir frá hugmyndum sínum að rannsóknum og prófum til að bæta og styrkja yngri flokkastarf í handknattleik hér á landi.

Þóra Hallgrímsdóttir
, sérfræðingur við lagadeild, sem fjallar um það hvort launþegar séu ,,oftryggðir” eftir vinnuslys.

Páll Ríkharðsson
, dósent við viðskiptadeild, sem talar um rannsókn sína á innra eftirliti í íslenskum fyrirtækjum eftir hrun. Hefur það batnað?

Jón Friðrik Sigurðsson
sem greinir frá rannsókn sinni á geðheilsu kvenna á meðgöngu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×