Innlent

Fyrirhugaðar virkjanir í Þjórsá gætu þurft nýtt umhverfismat

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar
Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, segir við Stöð 2 að þegar virkjanir fari í nýtingarflokk í rammaáætlun, þurfi að fara fram umhverfismat.
Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, segir við Stöð 2 að þegar virkjanir fari í nýtingarflokk í rammaáætlun, þurfi að fara fram umhverfismat. Vísir/Vilhelm/Anton
Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, segir við Stöð 2 að þegar virkjanir fari í nýtingarflokk í rammaáætlun, þurfi að fara fram umhverfismat. Ef um eldri virkjunarkosti sé að ræða, falli gamla umhverfismatið úr gildi eftir tíu ár. Það hafi gerst í Bjarnarflagi og eigi einnig við um alla virkjunarkosti í neðri-Þjórsá.

Jón segir að umhverfismat sé mjög tímafrekt og ef Skipulagsstofnun komist að þeirri niðurstöðu að forsendur hafi breyst og það þurfi að framkvæma nýtt og ítarlegt umhverfismat, eins og raunin sé í Bjarnarflagi, geti það tekið enhver ár.

Atvinnuveganefnd fjallar nú um rammaáætlun. Jón segir að meirihluti nefndarinnar vilji færa Urriðafossvirkjun í Neðri-Þjórsá úr biðflokk í nýtingarflokk. Þá sé verið að að skoða að færa fleiri kosti í nýtingaráætlun. Þá sé fullur hugur í meirihluta nefndarinnar að fjölga valkostum í nýtingarflokki umfram það sem verkefnastjórn um rammaáætlun lagði til.

Ekki sé tímabært að greina betur frá því að sinni en það megi nefna að ekki hafi verið rök fyrir því að tefja framkvæmdir í Neðri-Þjórsá, og eins megi nefna Hagavatnsvirkjun, virkjun í Hólmsá við Atley og mögulega fleiri kosti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×