Skoðun

Fyrir hönd Valkosta

Þóra Huld Magnúsdóttir skrifar
Í þessari grein viljum við vekja athygli á nýstofnuðum samtökum sem bera nafnið Valkostir – Samtök um úrræði við ótímabærum þungunum, og heimasíðu samtakanna http://www.valkostir.is.

Samtökin voru stofnuð þann 6. apríl í Reykjavík og í stjórn Valkosta sitja fjórar konur. Við erum Melkorka Mjöll Kristinsdóttir lögfræðinemi, Lilja Írena Guðnadóttir kennari, Þóra Huld Magnúsdóttir sálfræðingur og Sunna Kristrún Gunnlaugsdóttir leikskólakennari. Markmið okkar í samtökunum er að vinna að því að finna fleiri lausnir fyrir þungaðar konur en fóstureyðingu og vekja athygli á þeim. Við viljum með þessu móti reyna að styðja ófrískar konur í erfiðri aðstöðu, svo það verði þeim auðveldara að ganga með börnin sín.

Margar íslenskar konur virðast standa frammi fyrir ótímabærri þungun ár hvert. Á hverju ári eru framkvæmdar tæplega 1.000 fóstureyðingar á Íslandi. Ein af hverjum fimm þungunum endar með fóstureyðingu. Að svona margar konur telji sig ekki geta gengið með og eignast börnin sín ætti að vera okkur öllum umhugsunarefni. Því miður virðast ekki allar konur fá þann stuðning sem þær þurfa á að halda til að geta haldið áfram meðgöngunni. Og sumar tala um pressu frá maka, ættingjum, vinum og jafnvel félagsráðgjafa og/eða læknum um að velja einn valkost umfram annan – til dæmis fóstureyðingu frekar en að eignast barnið eða gefa það til ættleiðingar. Okkur finnst það umhugsunarvert að konur séu að velja fóstureyðingu vegna utanaðkomandi þrýstings. Það er ekki val, ekki frelsi. Og þess vegna höfum við ákveðið að beina sjónum okkar að öðrum valkostum og öðrum leiðum en fóstureyðingu, í þeim tilgangi að aðstoða þennan hóp kvenna.

Á heimasíðunni http://www.valkostir.is er meðal annars hægt að finna upplýsingar um hvers konar aðstoð konur eiga rétt á að fá frá sínu sveitarfélagi, kjósi þær að ganga með og eignast börnin sín. Upplýsingar um aðstoð sem hægt er að fá frá einstaklingum og félagasamtökum og upplýsingar um valkostinn ættleiðingu. Þar að auki höfum við komið á fót eins konar stuðningsneti fyrir konur sem þurfa á aðstoð og ráðgjöf að halda. Sú ráðgjöf fer fram í gegnum tölvupóst, á netfanginu radgjof@valkostir.is. Með þessu móti viljum við reyna að hjálpa öllum þeim þunguðu konum sem eru í vafa um hvað þær eiga að gera, veita þeim upplýsingar um hvaða valkostir eru fyrir hendi ef þær ákveða að klára meðgönguna og hvers konar aðstoð þær hafi möguleika á að fá. Það ríkir 100% trúnaður, og öllum fyrirspurnum er svarað eins fljótt og auðið er.

Þeir sem hafa áhuga á að skrá sig í samtökin eða verða að liði á einhvern hátt, geta sent okkur línu á netfangið valkostir@valkostir.is. Einnig er hægt að nálgast okkur á facebook https://www.facebook.com/groups/333382636698912/. Allir eru velkomnir í hópinn sem styðja markmið hans. Við störfum óháð pólitískum skoðunum og trúarsannfæringu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Skoðun

Er þetta eðli­legt?

Guðrún Árnadóttir,Guðrún Tara Sveinsdóttir,Hekla Kollmar,Þorgerður Jörundsdóttir skrifar

Sjá meira


×