Lífið

Fyrir 12 árum var hann heróín­fíkill sem komst ná­lægt dauðanum, í dag er hann milljóna­mæringur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rafiti er mjög efnaður.
Rafiti er mjög efnaður.
Fyrir tólf árum bjó Khalil Rafiti á götunni, var rúmlega fimmtíu kíló og hafði verið heróínfíkill í nokkur ár. Í dag rekur hann fimm veitingastaði en þeir bjóða upp á lífræna heilsudrykki sem eru gríðarlega vinsælir hjá fræga og fína fólkinu í Bandaríkjunum. Rafiti er orðinn milljónamæringur.

Þessi 46 ára maður tók í tvígang of stóran skammt fíkniefna og var nálægt því að kveðja þennan heim í bæði skiptin. Hann ákvað einn daginn að taka sig á, rétta úr kútnum og koma sér á beinu brautina.

Hann stofnaði í kjölfarið fyrirtækið SunLife Organics og hefur verið að gera frábæra hluti að undanförnu. Eftir harða baráttu við fíkniefnadjöfulinn opnaði hann skýli sem tók við fólki sem var edrú og í baráttu við sama djöful og hann. Einskonar sjúkrahús fyrir fíkla.

Hann fór fljótlega að blanda drykki, sérstaka ofurdrykki sem voru ætlaðir fíklum í endurhæfingu.

„Drykkirnir áttu að gefa sjúklingunum styrk til að takast á við þennan sjúkdóm,“ segir Rafati. Ekki leið á löngu þar til heilsudrykkir hans urðu mjög eftirsóttir og orðspor hans mjög gott í Los Angeles.

„Allt í einu fóru venjulegir borgarar að mæta til okkar, og einungis til að smakka drykkina,“ segir hann og bætir við að hann hafi þá fljótlega áttað sig á því að það væri markaður fyrir svona staði.  Hann opnaði því í framhaldinu fyrsta SunLife Organics staðinn. Rafati fékk aðstoð frá vini sínum sem hefur efnast töluvert á veðmálum og í dag er hægt að kaupa 32 tegundir af djúsum, prótein-shake og margt fleira í þeim fimm verslunum sem hann rekur.

Best birthday ever!!!

A photo posted by I Forgot to Die, Khalil Rafati (@iforgottodiebook) on






Fleiri fréttir

Sjá meira


×