Innlent

Fylltu á þyrluna á næstu bensínstöð

Tveir austurrískir ævintýramenn eru á ferð og flugi um landið á eigin þyrlu og taka bílabensín á hana á næstu bensínstöð við þjóðveginn, þegar á vantar.

Þannig ráku heimamenn og ferðamenn í Hveragerði upp stór augu þegar erlend þyrla lenti óvænt skammt frá bensínstöð Atlantsolíu í bænum nýverið, tveir menn stukku út, ýttu henni að beinsíndælunni og fylltu á. Að því búnu hélt þyrlan leiðar sinnar, rétt eins og bíll hefði komið við til að fylla á.

Þarna voru austurrísku ofurhugarnir á ferð, flugmaður og ljósmyndari, en þeir komu fljúgandi á þyrlunni hingað til lands í gegnum Hjatlandseyjar og Færeyjar og lentu fyrst á Höfn. Síðan hafa þeir verið að fljúga vítt og breitt um landið til myndatöku og ætla að vera hér eitthvað fram í næsta mánuð og fljúga svo aftur heim á þyrlunni.

Þyrlan er af gerðinni Robinson-44, smíðuð í Bandaríkjunum, en mótornum hefur verið breytt þannig að hann brennir bílabensíni. Þar með miðast ferðalagið ekki út frá þeim fáu stöðum þar sem flugvélabensín er fáanlegt og ofurhugarnir eru þar með frjálsir sem fuglinn.

Skoða má myndskeið af mönnunum hér.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×