FÖSTUDAGUR 24. MARS NÝJAST 12:15

Ćtla ađ endurnýta fyrstu eldflaugina

VIĐSKIPTI

Fylltar kjúklingabringur í sćtkartöfluhjúp međ eplahrásalati

 
Matur
15:15 08. JÚLÍ 2015
Fylltar kjúklingabringur í sćtkartöfluhjúp međ eplahrásalati
VISIR
skrifar

Eyþór Rúnarsson býr til dásamlega góðan kjúkling með bragðgóðu hrásalati, frábær sumarréttur.

Fylltar kjúklingabringur  í sætkartöfluhjúp með eplahrásalati

Kjúklingurinn

4 stk kjúklingabringur
1 stk tex mex smurostur
100 gr blaðlaukur
Sjávarsalt
Svartur pipar úr kvörn

Skerið blaðlaukinn fínt niður og blandið honum saman við smurostinn, setjið svo blönduna í sprautupoka. Skerið í miðjuna á kjúklingabringunum hálfa leið og svo 1-2 skurði sitti hvoru megin við skurðinn og búið þannig til vasa sem að þið sprautið svo fyllingunni inn í.  Kryddið bringurnar með salti og pipar

Sætkartöfluhjúpur
2 stk sætar kartöflur
100 gr smjör
fínt rifinn börkur af 1 appelsínu
50 gr fínt rifið engifer
Sjávarsalt
Svartur pipar úr kvörn

Skrælið sætu kartöfluna og rífið hana svo niður með grófu rifjárni. Hitið pönnu með smjöri og eldið kartöflurnar í ca 2 mín á pönnunni. Blandið appelsínuberkinum og engiferinu út í sætu kartöflurnar og smakkið til með salti og pipar. Leggið ca 35 cm tvöfaldan álpappír á borðið og setjið 1/3 af sætukartöflunni á álpappírinn. Raðið bringunum ofan á sætu kartöflurnar og hjúpið svo bringurnar með restina af sætu kartöflunum. Leggið álpappírinn yfir bringurnar og setjið bringurnar á heitt grillið og eldið í 20 – 25 mín, fer eftir stærð á bringunum. Gott er að hafa auka grillgrind á grillinu til að forða því að sætkartöfluhjúpurinn undir brenni.

Hrásalat
2 stk fínt skorin græn epli
½ haus fínt skorið hvítkál
3 stk fínt skorinn vorlaukur
1 dós 18 % sýrður rjómi
2 msk himneskt majónes
½ búnt fínt skorinn kóriander
½ stk fínt skorinn rauður chili  
1 stk lime (safinn og fínt rifinn börkurinn)
2 msk kókospálmasykur eða önnur sæta eftir smekk

Blandið majónesinu og sýrða rjómanum saman ásamt sykrinum og limeberkinum. Blandið öllu hinu hráefninu saman við og smakkið til með salti og smá limesafa. 


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Matarv.

TAROT DAGSINS

Dragđu spil og sjáđu hvađa spádóm ţađ geymir.
Forsíđa / Lífiđ / Matur / Fylltar kjúklingabringur í sćtkartöfluhjúp međ eplahrásalati
Fara efst