Íslenski boltinn

Fylkismenn fengu tilboð í Viðar Örn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Viðar Örn, til vinstri, í leik með Fylki í sumar.
Viðar Örn, til vinstri, í leik með Fylki í sumar. Mynd/Arnþór
Svo gæti farið að Fylkismenn missi einn sinn besta leikmann því að norska liðið Vålerenga hefur gert tilboð í Viðar Örn Kjartansson.

Viðar Örn var einn þriggja markahæstu manna deildarinnar í sumar með þrettán mörk og var lykilmaður í liði Fylkis sem hafnaði í sjöunda sæti.

Ásgeir Ásgeirsson, formaður knattspyrnudeildar, sagði við Vísi að félagið hefði fengið tilboð og viðræður væru nú í gangi. Hann átti þó ekki von á því að þær myndu klárast um helgina.

Viðar Örn er 23 ára gamall og er samningsbundinn Fylki til 2015. Hann kom til félagsins frá Selfossi í upphafi ársins en hefur einnig leikið með ÍBV.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×