MIĐVIKUDAGUR 29. MARS NÝJAST 19:00

Áhersla lögđ á leynd yfir baksamningum

FRÉTTIR

Fylkiskonur frábćrar í seinni hálfleik í öruggum sigri | Úrslit dagsins

 
Handbolti
19:15 30. JANÚAR 2016
Hrafnhildur Hanna í leik gegn Fylki fyrr í vetur.
Hrafnhildur Hanna í leik gegn Fylki fyrr í vetur. VÍSIR/GETTY
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Fylkiskonur unnu sannfærandi tíu marka sigur á heimavelli gegn Selfoss í dag þrátt fyrir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik.

Selfosskonur leiddu í hálfleik 14-16 en Fylkiskonur settu einfaldlega í fluggír í seinni hálfleik og settu alls 25 mörk í hálfleiknum gegn aðeins 13.

Patrícia Szölösi var atkvæðamest í liði Fylkis með 12 stig en Þuríður Guðjónsdóttir bætti við átta mörkum. Í lið gestanna var það Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir sem var markahæst eins og oft áður með tíu mörk.

Boðið var upp á sannkallaðan spennuleik í Austurberginu þar sem ÍR og HK skyldu jöfn 20-20 en staðan var einnig jöfn í hálfleik.

Eftir að hafa tapað fyrri leik liðanna 17-21 voru leikmenn HK ákveðnar í að svara fyrir tapið.

Var jafnt í hálfleik 10-10 og tókst hvorugu liðinu að stela sigrinum fyrir lok leiksins og lauk leiknum með jafntefli.

Þórhildur Braga Þórðardóttir fór á kostum í liði HK en hún var með helming allra marka liðsins með tíu mörk. Í liði ÍR var það Sólveig Lára Kristjánsdóttir sem var atkvæðamest með sjö mörk.                 
                       
Í Mosfellsbæ unnu Haukakonur sannfærandi 27-15 sigur á botnliði Aftureldingar en Haukar leiddu með níu mörkum í hálfleik.

Ólíkt fyrri leik liðanna í vetur gerðu Haukakonur einfaldlega út um leikinn í fyrri hálfleik og var sigurinn aldrei í hættu í seinni hálfleik.

Maria Ines Da Silve Pereira var atkvæðamest í liði Hauka með átta mörk en í liði Aftureldingar var það Telma Rut Frímannsdóttir með fjögur mörk.

Úrslit dagsins:
Fylkir 39-29 Selfoss
ÍR 20-20 HK
Afturelding 15-27 Haukar


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Fylkiskonur frábćrar í seinni hálfleik í öruggum sigri | Úrslit dagsins
Fara efst