Lífið

Fylgstu með umræðunni um lokaþátt Ófærðar: Íslendingar fara á límingunum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Ingvar E. verður eflaust í eldlínunni í kvöld eins og áður.
Ingvar E. verður eflaust í eldlínunni í kvöld eins og áður. Vísir
Íslendingar munu að öllum líkindum sitja stjarfir fyrir framan sjónvarpsskjáinn í kvöld þegar tveir síðustu þættirnir af Ófærð fara í loftið.

Í lokaþættinum verður hulunni loks svipt af því hver varð Geirmundi og Hrafni að bana en fátt hefur verið meira fabúlerað á kaffistofum landsins að undanförnu en hver það kann að vera.

Það er því ekki við öðru að búast en að allt muni um koll keyra á samfélagsmiðlunum í kvöld þegar afhjúpunin á sér stað. Margir netverjar hafa nú þegar tekið forskot á sæluna og byrjað að tjá sig um lokaþættina og ljóst að spennan er mikil. Hér að neðan geturðu fylgst með umræðunni á Twitter og séð nokkur vel valin tíst um aðdraganda sýningarinnar.

Þeir sem hafa ekki nú þegar séð lokaþættina og vilja ekki spilla afhjúpuninni ættu að hætta lestri hér enda gæti nafni morðingjans brugðið fyrir í einhverjum tístanna - þrátt fyrir aðvaranir Sigurjóns Kjartanssonar í dag.

Sjá einnig: Biður Íslendinga um að gaspra ekki um morðingjann


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×