Viðskipti innlent

Fylgjandi breikkun neðra vskskattþreps og fækkun undanþágna

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/GVA
Forsvarsmenn Bláa lónsins eru fylgjandi breikkun neðra virðisaukaskattsþreps og niðurfellingu undanþága. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að einföldun virðisaukaskattkerfisins og fækkun undanþága muni auka skilvirkni og kalli á að stjórnvöld taki af festu á langvarandi vanda vegna svartrar og leyfislausar starfsemi.

Samkvæmt núverandi lögum sé aðgangseyrir í lónið undanskilin skatti. Þó greiðir fyrirtækið virðisaukaskatt af annarri starfsemi sinni, eins og veitingarekstri, verslunarrekstri, gistiþjónustu og spa meðferðum.

Þá segir að fyrirvari stjórnvalda sé allt of skammur og augljóst sé að breytingarnar muni hafa áhrif á á þá starfsemi sem þær ná til.

„Að gefnu tilefni leggur Bláa Lónið áherslu á mikilvægi þess, að við framkvæmd breytinga á virðisaukaskattskerfinu verði  sanngirni og samræmis gætt,“ segir í tilkynningunni.

„Bláa Lónið er fylgjandi einföldun virðisaukaskattkerfisins með breikkun virðisaukaskatts í neðra þrepi og niðurfellingu undanþága. Bent skal á, að frekari niðurfelling undanþága, en nú er lagt til, getur orðið til þess að hækkun virðisaukaskattsprósentu í neðra þrepi yrði minni, heldur en nú er áætlað,“ segir í tilkynningunni.

Tilkynning Bláa Lónsins í heild sinni

Vegna umfjöllunar um breytingar á virðisaukaskattkerfinu á Alþingi og í fjölmiðlum vill Bláa Lónið hf. koma eftirfarandi á framfæri.

Skv. 2. gr. núverandi virðisaukaskattslaga er hluti starfsemi Bláa Lónsins hf., þ.e. aðgangseyrir í Bláa Lónið, undanþeginn virðisaukaskatti ásamt starfsemi sundstaða, heilsuræktarstarfsemi og íþróttastarfsemi. Sú starfsemi, sem fellur undir þennan lið getur ekki nýtt innskatt með tilheyrandi kostnaði, sem því fylgir.

Bláa Lónið greiðir virðisaukaskatt af annarri starfsemi sinni, s.s. veitingarekstri, verslunarrekstri, gistiþjónustu og spa meðferðum.

Bláa Lónið er fylgjandi einföldun virðisaukaskattkerfisins með breikkun virðisaukaskatts í neðra þrepi og niðurfellingu undanþága.  Bent skal á, að frekari niðurfelling undanþága, en nú er lagt til, getur orðið til þess að hækkun virðisaukaskattsprósentu í neðra þrepi yrði minni, heldur en nú er áætlað.  Einföldun með breikkun virðisaukaskatts í neðra þrepi og niðurfellingu undanþága mun auka skilvirkni virðisaukaskattkerfisins og kallar á, að stjórnvöld taki af festu á langvarandi vanda vegna svartrar og leyfislausrar starfsemi.

Sá fyrirvari, sem stjórnvöld gefa, er allt of skammur fyrir þær umfangsmiklu breytingar sem ráðgerðar eru.  Augljóst er, að þær koma til með að hafa mikil áhrif á þá starfsemi, sem breytingarnar munu ná til.

Að gefnu tilefni leggur Bláa Lónið áherslu á mikilvægi þess, að við framkvæmd breytinga á virðisaukaskattskerfinu verði  sanngirni og samræmis gætt.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×