Innlent

Fylgja þurfti lítilli flugvél til lands

Bjarki Ármannsson skrifar
Landhelgisgæslan hefur haft í nógu að snúast í dag og í kvöld.
Landhelgisgæslan hefur haft í nógu að snúast í dag og í kvöld. Vísir/Ernir
Báðar þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út á áttunda tímanum í kvöld vegna lítillar, eins hreyfils flugvélar sem var að missa olíuþrýsting um þrjú hundruð sjómílum suðvestan Reykjaness. Einn maður var um borð.

Önnur þyrlan fór til móts við flugvélina og fylgdi henni inn til Keflavíkur. Þar lenti hún um klukkan hálftíu, að því er segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Þetta var þriðja af fjórum útköllum sem þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa farið í í dag og í kvöld. Líkt og greint hefur verið frá, þurfti að sækja bæði mann sem lenti í mótorhjólaslysi á Holtavörðuheiði og konu sem hné niður við Gullfoss. Þá er þyrla núna í útkalli vegna sjúklings á Suðurlandi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×