Erlent

Fylgikvillum offitu mun fjölga

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Mikil neysla óholls matar og lítil hreyfing getur valdið fitumyndun.
Mikil neysla óholls matar og lítil hreyfing getur valdið fitumyndun. vísir/getty
Um þrjár milljónir manna deyja af völdum offitu á hverju ári. Árlegur kostnaður vegna offitufaraldursins í heiminum er jafn mikill og vegna stríða og hryðjuverka, að því er kemur fram í skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey.

Of þungir fullorðnir einstaklingar eru fyrir löngu fleiri en þeir sem eru undir eðlilegri þyngd. Samkvæmt rannsókn sem greint var frá í ritinu The Lancet 2014 eru fleiri en 2,1 milljarður manna of þungir.

Búist er við að tilfellum sykursýki, hjartasjúkdóma og krabbameins, sem eru fylgikvillar offitu, muni fjölga gríðarlega þegar kynslóðin sem nú er allt of feit fer að eldast, að því er greint er frá á viðskiptavefnum Dagens Næringsliv.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×