Innlent

Fylgi Sjálfstæðisflokksins eykst

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 37,3% en mældist 36,4% í síðustu könnun.
Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 37,3% en mældist 36,4% í síðustu könnun. Vísir/stefán
Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 37,3% en mældist 36,4% í síðustu mælingu og 33,0% í byrjun nóvember.

Þetta kemur fram í könnun MMR um fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina á tímabilinu 9. til 16. desember.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 29,4% og eykst það um fjögur prósent frá síðustu könnun. Fylgi Bjartrar framtíðar mældist nú 16,2%, borið saman við 15,5% í síðustu könnun.

Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 16,1%, borið saman við 16,5% í síðustu könnun. Fylgi Pírata mældist nú 11,4%, borið saman við 10,6% í síðustu könnun. Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 11,0%, borið saman við 11,8% í síðustu könnun og mældist fylgi Vinstri-grænna mældist nú 10,4%, borið saman við 11,2% í síðustu könnun. Fylgi annarra flokka mældist undir 2%.

Samtals voru 75,2% sem gáfu upp afstöðu til flokka, aðrir kváðust óákveðnir (7,9%), myndu skila auðu (8,2%), myndu ekki kjósa (3,1%) eða vildu ekki gefa upp afstöðu sína (2,3%). Myndin sýnir niðurstöðu könnunar að viðbættum efri og neðri vikmörkum miðað við 95% öryggisbil ásamt samanburði við síðustu könnun þar á undan.

Tæplega ellefu hundruð manns tóku þátt í könnuninni, allir 18 ára og eldri. Úrtakið voru einstaklingar 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR.

Samtals voru 75,2% sem gáfu upp afstöðu til flokka, aðrir kváðust óákveðnir (7,9%), myndu skila auðu (8,2%), myndu ekki kjósa (3,1%) eða vildu ekki gefa upp afstöðu sína (2,3%).vísir/mmr



Fleiri fréttir

Sjá meira


×