Lífið

Fúsi sópaði til sín verðlaunum

Fúsi, kvikmynd Dags Kára Péturssonar, sló rækilega í gegn á hinni frægu Tribeca kvikmyndahátíð í New York í gær og sópaði hún til sín þremur helstu verðlaunum hátíðarinnar. Fúsi var valin besta leikna myndin auk þess sem Gunnar Jónsson fékk verðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki og Dagur Kári var verðlaunaður fyrir besta handrit leikinnar myndar.

Í umsögn dómnefndar, sem meðal annars var skipuð stjörnunum Whoopi Goldberg og Dylan McDermott, segir að myndin hafi fangað hjörtu þeirra með blöndu af húmor og samkennd. Á yfirborðinu fjalli myndin um undarlegt ástarsamband, en einnig sé tekist á við alvarleg atriðið á borð við einelti, geðsjúkdóma, einsemd og að lokum sigur mannsandans og þýðingu ástarinnar.


Tengdar fréttir

Við viljum öll vera nytsamleg

Ilmur Kristjánsdóttir leikkona tók í vikunni sæti í borgarstjórn Reykjavíkur þar sem hún tekur við forsæti í velferðarráði borgarinnar. Þrátt fyrir ungan aldur á hún að baki glæstan feril í leikhúsinu en nú taka við nú og spennandi tækifæri.

Fúsi fær frábæra dóma úti í Danmörku

„Dagur Kári minnir á sig með sinni fjórðu kvikmynd heima á Íslandi þar sem hann kynnir einfalt meistarverk frá norður Atlantshafi sem snertir við áhorfendum.“

Saga sem snertir við manni

Degi Kára tekst að skapa hjartnæma sögu sem virðist vera látlaus á yfirborðinu en þegar nánar er að gætt má sjá hvernig tekið er á málefnum á borð við hleypidóma, mörkin milli bernsku og fullorðinsára, vinskap og gæsku.

Fúsi fæddur á flugvelli

Dag Kára Péturson hafði lengi langað til þess að vinna með leikaranum Gunnari Jónssyni og varð það að veruleika í Fúsa sem frumsýnd er í dag á Íslandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×