Sport

Fury hættur og drullar yfir hnefaleika

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tyson Fury.
Tyson Fury. vísir/getty
Þungarvigtarmeistarinn Tyson Fury tilkynnti að hann væri hættur í hnefaleikum með afar dónalegum hætti á Twitter.

„Hnefaleikar er það sorglegasta sem ég hef tekið þátt í. Þetta er algjört kjaftæði. Ég er bestur en hættur,“ sagði Fury meðal annars í yfirlýsingu sinni á Twitter.

Hann er núverandi heimsmeistari í þungavigt eftir að hafa unnið Wladimir Klitschko á síðasta ári.

Þeir áttu að berjast aftur í sumar en þá hætti Fury við vegna meiðsla. Síðar kom í ljós að hann hefði fallið á lyfjaprófi og talið var að kókaín hefði fundist í lyfjaprófinu.

Hann átti von a löngu banni og nennir greinilega ekki að standa í þessu veseni. Þess vegna er hann hættur.

Fury er aðeins 28 ára og vann alla 25 bardaga sína á atvinnumannaferlinum.

Box

Tengdar fréttir

Klitschko: Fury hljómaði eins og Hitler

Það eru litlir kærleikar á milli hnefaleikakappanna Tyson Fury og Wladimir Klitschko. Nú síðast gekk Úkraínumaðurinn svo langt að líkja Fury við sjálfan Adolf Hitler.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×