Erlent

Furðuskepnu rekur á land í Rússlandi: Hvað í ósköpunum er þetta?

Bjarki Ármannsson skrifar
Út frá hræinu má dæma að skepnan hafi verið um það bil þrír metrar á lengd, loðin og með mjög stórt nef eða gogg.
Út frá hræinu má dæma að skepnan hafi verið um það bil þrír metrar á lengd, loðin og með mjög stórt nef eða gogg. Mynd/Sakhalin Media
Hræ óþekktrar skepnu sem rak á strendur rússnesku eyjunnar Sakhalin  í vikunni vekur upp talsverðar spurningar fyrir vísindamenn og aðra áhugamenn um skepnur hafsins. Út frá hræinu má dæma að skepnan hafi verið um það bil þrír metrar á lengd, loðin og með mjög stórt nef eða gogg.

„Þetta er ekki líkt neinu öðru sem fundist hefur í Rússlandi,“ segir í frétt Siberian Times um málið.

Fulltrúi hafrannsóknarstofnunar á eyjunni segir það morgunljóst að um einhverja sjaldgæfa höfrungategund sé að ræða. Hann kann þó engar skýringar á því hvers vegna skepnan virðist hafa verið með loðfeld, sem höfrungar eru ekki beint þekktir fyrir.

Margir hafa tjáð sig um myndirnar af hræinu á samskiptamiðlum og þykir mörgum þeirra langur skrokkurinn og mjótt nefið benda til þess að um höfrung úr Ganges-fljóti á Indlandi sé að ræða.

Aðrir benda þó á að skepnan virðist hafa verið mun stærri en Ganges-höfrungur og að ekki sé vitað til þess að þeir geti borist alla leið til Rússlands. Auk þess eru Ganges-höfrungar ekki með feld, frekar en aðrir höfrungar.

Sérfræðingur á eyjunni telur víst að skepnan sé af höfrungaættum.Mynd/Sakhalin Media



Fleiri fréttir

Sjá meira


×