Erlent

Furðaði sig á öllum þeim sem virtust vera að tala við sjálfa sig úti á götu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Otis Johnson
Otis Johnson vísir

Bandaríkjamaðurinn Otis Johnson fór í fangelsi þegar hann var 25 ára gamall fyrir tilraun til manndráps er hann réðst á lögreglumann. Johnson var dæmdur til 44 ára fangelsisvistar og var því 69 ára gamall þegar hann kom úr fangelsi fyrir rúmu ári síðan.

Eins og flestir vita hafa orðið gríðarlegar breytingar á samfélaginu á þeim 44 árum sem Johnson sat inni og í viðtali við Al Jazeera sagðist hann meðal annars hafa furðað sig á öllu fólkinu úti á götu sem væri að tala við sjálft sig.

Síðan tók hann eftir því að fólkið var með eitthvað í eyrunum og komst að því að það væri að tala í símann.

 

„Þeir kalla þetta iPhone eða eitthvað slíkt en ég hugsaði með mér: „Eru allir farnir að vinna fyrir CIA?“ Því þeir einu sem að ég mundi eftir að voru með eitthvað í eyrunum voru frá CIA. Svo horfir sumt fólk ekki upp og hvert það er að fara svo ég er að velta fyrir mér hvernig fólk fer að því.“

Viðtal Al Jazeera við Johnson má sjá í heild sinni hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×