Innlent

Fura og fjallaþinur sviðin

Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar
Mynd úr skýrslunni um ástand furu og fjallaþins á Suðurlandi.
Mynd úr skýrslunni um ástand furu og fjallaþins á Suðurlandi.
Fura og fjallaþinur á Suðurlandi eru sviðin og ljót, að því er fram kemur á vefnum skogarbondi.is.

Talsvert er um að tré hafi drepist en skógarbændur tóku fyrst eftir skaðanum í apríl.

Sunnlenskir skógarbændur segja að vind- og þurrkskaðar séu miklir, og áberandi mestir á trjám sem standa á vindasömum stöðum. Þar sem nýtur algjörs skjóls er skaðinn minni en oft einhver. Fleiri þættir veðurfarsins virðast því hafa áhrif.

Hægt er að skoða skýrslu um á ástandið nánar hér: Skoðun á þinkvæmum í Þjórsárdal í júlí 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×