Erlent

Fundu verðmæt spjöld í kompu

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Á einni myndinni mátti sjá Ty Cobb, leikmann Detroit Tigers.
Á einni myndinni mátti sjá Ty Cobb, leikmann Detroit Tigers. NSA
Það getur borgað sig að flýta sér hægt við tiltekt. Þetta kom glögglega í ljós þegar fjölskylda í suðurríkjum Bandaríkjanna fór í gegnum dánarbú ættföður síns.

Þegar verið var að skoða hverju ætti henda og hvað ætti að geyma kom í ljós snjáður bréfpoki. Í honum fundust sjö hafnaboltamyndir frá árunum 1909-1911. Á einni myndinni mátti sjá Ty Cobb, leikmann Detroit Tigers. Verðmæti myndanna er ríflega ein milljón dollara, andvirði um hundrað milljóna íslenskra króna.

Fjölskyldan datt síðan í lukkupottinn á ný þegar tiltekt var fram haldið og áttunda myndin úr settinu fannst. Sú reyndist verðmætari en hinar en áætlað er að um 250 þúsund dollarar fáist fyrir hana. Fjölskyldan er því vel stæð eftir að dánarbúið var gert upp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×