Innlent

Fundu sprengjur við þjóðveginn

Samúel Karl Ólason skrifar
Eldflaugin sem um ræðir.
Eldflaugin sem um ræðir. Mynd/LHG
Landhelgisgæslunni barst tilkynning um tvo hluti sem taldar voru vera sprengjur nærri Bláfjallaafleggjaranum hjá Sandskeiði á sjötta tímanum í dag. Um var að ræða eldflaug úr svokallaðri „Bazooku“ og hins vegar sprengikúlu.

Sprengjurnar reyndust frá seinni heimstyrjöldinni, en svæðið var þá notað sem æfingasvæði.

Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að sprengjusérfræðingar LHG hafi ákveðið að loka þjóðvegi eitt og voru lögregluþjónar fengnir til þess. Sprengjunum var svo eytt og vegurinn opnaður aftur.

Landhelgisgæslan þakkar fyrir árvekni þessa vegfaranda en hlutir sem þessir geta verið hættulegir og ætti fólk því ávallt að láta þá liggja óhreyfða og tilkynna tafarlaust um þá til Landhelgisgæslunnar.

Sprengikúlan.Mynd/LHG



Fleiri fréttir

Sjá meira


×