Erlent

Fundu óhreyft tímahylki nasista

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Blöðin höfðu varðveist vel í tímahylkinu.
Blöðin höfðu varðveist vel í tímahylkinu. vísir/epa
Tímahylki frá tímum þriðja ríkisins var opnað um liðna helgi í pólska bænum Zlocieniec. Þá hafði það legið óhreyft frá 22. apríl 1934.

Hylkið fannst grafið undir byggingu sem áður hýsti þjálfunarbúðir og skóla fyrir verðandi yfirmenn og starfsmenn nasista. Fornleifafræðingar höfðu lengi vitað af því en farið varlega við uppgröftinn þar sem margar sprengjur var að finna á svæðinu.

Í hylkinu var meðal annars að finna tvö eintök af riti Adolfs Hitler, Mein Kampf, eintak af áróðursmyndinni Falkenburg auk úrklippa úr ýmsum þýskum og pólskum dagblöðum frá þeim tíma er hylkinu var lokað. Þá var þar að finna bréf til þess sem síðar myndi finna hylkið.

Innihald hylkisins verður þýtt yfir á önnur tungumál og gert aðgengilegt almenningi eins fljótt og kostur er.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×