Erlent

Fundu krókódílahöfuð í frystikistu

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Sjónarvottur segir allt hafa verið morandi í möðkum og öðrum skordýrum umhverfis kæliboxið.
Sjónarvottur segir allt hafa verið morandi í möðkum og öðrum skordýrum umhverfis kæliboxið. vísir/afp
Lögreglan í Ástralíu rannsakar nú fund á hátt í sjötíu afskornum krókódílahöfðum í frystikistu í borginni Darwin nú um helgina. Um var að ræða krókódíla sem þrífast í saltvatni, en þeir eru friðaðir þar í landi.

Hópur ungmenna fann frystikistuna skammt frá fjölfarinni verslunargötu og gerðu lögreglu viðvart. Talið er líklegt að dýrin hafi verið fláð og skinn þeirra nýtt í handtöskur og skó.

Sá sem fundinn verður sekur fyrir verknaðinn á yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsi og himinháar sektir, sem gætu numið allt að átta milljónum króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×