Innlent

Fundu handsprengju á víðavangi

Samúel Karl Ólason skrifar
Handsprengjan reyndist óvirk og hefur veriðo notuð til æfinga.
Handsprengjan reyndist óvirk og hefur veriðo notuð til æfinga. Jökull Brjánsson
Lögreglan fékk í gær tilkynningu frá björgunarsveitarfólki sem hafði gengið fram á handsprengju við leitir á Reykjanesi. Nánar tiltekið fannst sprengjan skammt frá Hafnarvegi.

Frá leitinni. Hundurinn Kría fylgist með.Jökull Brjánsson
Sprengjusérfræðingar voru kallaðir á vettvang og rannsökuðu þeir handsprengjuna sem reyndist vera óvirk æfingasprengja.

Líklegt þykir að hún sé frá dögum bandaríska hersins á Íslandi. Á vef lögreglunnar kemur fram að sprengjusérfræðingarnir hafi tekið sprengjuna í sína vörslu.

Enn fremur segir á vef lögreglunnar að finni fólk torkennilega hluti sem taldir séu vera hættulegir eigi ekki að snerta þá. Þess í stað á að hafa samband við lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×