Erlent

Fundu geðlyf heima hjá Lubitz

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Andreas Lubitz, flugmaður Germanwings.
Andreas Lubitz, flugmaður Germanwings. Vísir/AFP
Þýska blaðið Welt am Sonntag greinir frá því í dag að geðlyf hafi fundist heima hjá þýska flugmanninum Andreas Lubitz sem grandaði farþegaþotu í frönsku Ölpunum á þriðjudag.

Blaðið hafði þetta eftir ónefndum heimildarmanni en engin merki fundust heima hjá Lubitz um að hann hafi átt við áfengis-eða vímuefnavanda að stríða.

Fyrr í dag greindi New York Times frá því að Lubitz hafi leitað til læknis vegna vandræða með sjón nokkrum dögum áður en hann flaug á þriðjudag.

Þá sagði fyrrverandi kærasta flugmannsins í samtali við þýska blaðið Bild að Lubitz hafi verið veikur á geði.

„Hann sagði: „Einn daginn ætla ég að gera eitthvað sem breytir öllu kerfinu og allir munu muna eftir nafninu mínu,“ var haft eftir konunni sem kölluð er Maria W.

Um 40 lögreglumenn og björgunarmenn eru enn við leitarstörf á því svæði þar sem flugvélin fórst. Um gríðarstórt svæði er að ræða þar sem flugvélin splundraðist þegar Lubitz stýrði henni á fjallið og erfitt er að bera kennsl á líkin. Til þess verður meðal annars notuð erfðaefnagreining.


Tengdar fréttir

Lubitz átti í vandræðum með sjónina

Flugmaðurinn Andreas Lubitz leitaði til læknis vegna vandræða með sjón sína nokkrum dögum áður en hann flaug flugvél Germanwings á fjall í frönsku Ölpunum á þriðjudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×