FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ NÝJAST 18:31

Hjóliđ hans Andra Snćs fundiđ

FRÉTTIR

Fundu fíkniefni í mannlausri bifreiđ

 
Innlent
11:34 10. FEBRÚAR 2016
Lögreglan á Suđurnesjum handtók í gćr mann eftir ađ kannabis fannst í bifreiđ hans og skemmu.
Lögreglan á Suđurnesjum handtók í gćr mann eftir ađ kannabis fannst í bifreiđ hans og skemmu. VÍSIR/VILHELM

Lögreglan á Suðurnesjum fann í gær fíkniefni í mannlausri bifreið, sem skilin hafði verið eftir á Garðvegi. Ökumaðurinn er fundinn og játaði hann að eiga efnin og að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna.

Að því er kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni fundust þrír pokar með kannabisefnum í hanskahólfi bifreiðarinnar. Tveir pokar til viðbótar fundust í skemmu sem ökumaðurinn hefur til afnota.

Þrír aðrir ökumenn voru handteknir í umdæmi lögreglunnar í gær. Einn vegna fíkniefnaaksturs, annar ók án skírteinis á ótryggðri bifreið og sá fjórði neitaði að láta í té sýni á lögreglustöð og var því sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Fundu fíkniefni í mannlausri bifreiđ
Fara efst