Erlent

Fundu áður óþekktar rafrænar bakteríur í Árósahöfn

Danskir vísindamenn hafa fundið áður óþekktar lífverur á botni hafnarinnar í Árósum. Þetta kallast rafrænar bakteríur því mælanlegur rafstraumur er til staðar í þeim.

Bakteríur þessar virka nákvæmlega eins og rafmagnskapall. Þær geta orðið allt að tveggja sentimetra langar en eru aðeins um einn þúsundasti af millimetra á breidd. Þegar þær eru skornar í tvennt rofnar rafstraumurinn í þeim eins og í rafmagnskapli.

Í frétt um málið í Politiken segir að þessar bakteríur hafi hvergi fundist annarsstaðar í heiminum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×