Erlent

Fundu 50 lík í lest skips

Samúel Karl Ólason skrifar
Skip sem notuð eru til að flytja flóttafólk eru iðulega þétt setin.
Skip sem notuð eru til að flytja flóttafólk eru iðulega þétt setin. Vísir/EPA
Starfsmenn Landhelgisgæslu Svíþjóðar fundu 50 lík í lest skips við strendur Líbýu í dag. 430 flóttamönnum var bjargað af skipinu. Talsmaður ítölsu strandgæslunnar segir að umrædd björgunaraðgerð sé ein af tíu sem hafi farið fram undan ströndum Líbýu í dag.

Ekki liggur fyrir hvernig fólkið lét lífið, en fyrr í mánuðinum fundu starfsmenn ítölsku strandgæslunnar 49 lík í lest annars skips. Þar hafði fólkið kafnað eftir að allt of mörgum hefði verið komið fyrir í lestinni. Smyglarar bönnuðu fólkinu að yfirgefa lestina, þrátt fyrir súrefnisleysið.

Samkvæmt BBC hafa rúmlega tvö þúsund flóttamenn látið lífið á leiðinni yfir Miðjarðarhafið, það sem af er þessu ári. Mörg þúsund hefur verið bjargað af hinum ýmsu fleyjum sem smyglarar notast við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×