Innlent

Fundi fjárlaganefndar frestað til morguns

Bjarki Ármannsson skrifar
Vigdís Hauksdóttir segir nefndarmenn þurfa að ganga betur frá tillögum um aukin fjárframlög.
Vigdís Hauksdóttir segir nefndarmenn þurfa að ganga betur frá tillögum um aukin fjárframlög. Vísir/Pjetur
Fundi fjárlaganefndar Alþingis var í dag frestað til morguns. Á fundinum stóð til að kynna tillögur ríkisstjórnarinnar um hvaða verkefni fái aukin fjárframlög fyrir aðra umræðu um fjárlög.

Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, segir fundinum einfaldlega hafa verið frestað til að nefndarmenn gætu gengið betur frá tillögunum, sem eigi að vera „skotheldar.“

„Það eru nokkrir hnútar óbundnir hjá okkur og örfáum spurningum ósvarað,“ segir Vigdís. „Þannig að við ákváðum að fresta fundi. Fjárlög þurfa náttúrulega að vera afar vönduð og fjárlagagerðin öll.“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×