Innlent

Fundað um Kvennaathvarf

Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar
Þorsteinn Víglundsson
Þorsteinn Víglundsson
Þorsteinn Víglundsson velferðarráðherra ætlar á komandi vikum að eiga fundi með borgarstjóra og Kvennaathvarfinu og meðal þess sem verður rætt um eru húsnæðisúrræði fyrir skjólstæðinga athvarfsins.

Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir húsnæðismál eina helstu hindrun í vegi kvenna og barna sem hafa orðið fyrir heimilisofbeldi til að öðlast betra og öruggara líf.

„Þessar konur ættu að vera í algjörum forgangi þegar kemur að velferð og húsnæðismálum. Húsnæðismarkaðurinn hefur harðnað. Framboðið er minna, en fyrst og fremst er húsaleigan of há,“ sagði Sigþrúður og sagði konur dvelja í lengri tíma með börn sín í Kvennaathvarfinu vegna þessa ástands. Há leiga og lítið framboð á húsnæði hafi einnig þær afleiðingar að konur veigri sér við því að slíta ofbeldissamböndum.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×