Erlent

Fundað stíft um aðildarsamning Breta að ESB

Donald Tusk, Jean-Claude Juncker og David Cameron í Brussel í gær.
Donald Tusk, Jean-Claude Juncker og David Cameron í Brussel í gær. vísir/getty
Viðræður á milli Breta og ESB um breytingar á aðildarsamningi Breta að sambandinu stóðu langt fram eftir nóttu og hófust snemma í morgun á ný. David Cameron forsætisráðherra Breta segir mikið verk fyrir höndum og forseti Evrópuráðsins, Donald Tusk, segir að nokkur árangur hafi náðst en að mjög margt sé þó enn eftir.

Cameron sækir stíft að fá í gegn breytingar á aðildarsamningnum áður en hann heldur þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi veru Bretlands í sambandinu sem fram fer í sumar. Hann segist óttast að fái hann ekki sínu fram ákveði Bretar að segja sig úr ESB.

Svo virðist sem andstaða annara ríkja við breytingarnar sé enn meiri en búist hafði verið við, þrátt fyrir að enginn vilji að Bretar hverfi úr sambandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×