Erlent

Funda í París um ástandið í Írak og Sýrlandi

Kerry hefur síðustu daga ferðast um miðausturlönd til þess að afla herleiðangri gegn Hinu íslamska ríki fylgis.
Kerry hefur síðustu daga ferðast um miðausturlönd til þess að afla herleiðangri gegn Hinu íslamska ríki fylgis. Vísir/AP
Johnn Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun í dag hitta kollega sína frá fjölda ríkja á fundi í París sem ætlað er að afla baráttunni við Hið íslamska ríki í Írak og í Sýrlandi fylgis.

Francois Hollande Frakklandsforseti segir að morðið á breska hjálparstarfsmanninum David Haines um helgina sýni að heimurinn verði að bregðast strax við þeirri ógn sem ögfasamtökin séu orðin.

Um leið og myndbandið af aftöku Haines var sett á netið hótuðu vígamennirnir því að taka enn einn gíslinn af lífi, láti vesturlönd ekki af árásum á samtökin. Um fjörutíu ríki, þar af tíu arabaríki hafa þegar lofað að leggja baráttunni lið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×