Lífið

Fullyrti að draugur hefði spilað á píanóið

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Jenny McCarthy varð hverft við þegar píanótónar ómuðu um stofuna - en píanóleikarinn hvergi sjáanlegur.
Jenny McCarthy varð hverft við þegar píanótónar ómuðu um stofuna - en píanóleikarinn hvergi sjáanlegur. Mynd/Samsett
Leikkonan Jenny McCarthy, sem helst hefur getið sér það til frægðar síðustu ár að hvetja foreldra til að bólusetja ekki börn sín, deildi „yfirnáttúrulegri“ upplifun með fylgjendum sínum á Facebook í gær.

„REIMT! Gerðist rétt í þessu í húsinu mínu! Ég þurfti að kíkja á upptöku úr öryggismyndavélinni til að sanna það. Ahh!!“ skrifar McCarthy með myndbandinu, sem einmitt er úr öryggismyndavél í húsi hennar.

Í myndbandinu sést McCarthy spegla sig í stórum spegli inni í stofu. Eftir nokkra stund glymur lítill lagstúfur um stofuna og verður McCarthy hverft við. Hún hrópar á eiginmann sinn og segist hafa heyrt einhvern spila á píanóið sem stendur í stofunni – en píanóleikarinn er þó hvergi sjáanlegur.

Glöggir Facebook-notendur hafa þó bent á að sami lagstúfur heyrist þegar talgervillinn Google Home er endurræstur. Líklegra þykir að talgervillinn beri ábyrgð á píanóspilinu frekar en tónelskur draugur.

Google-tónana má hlusta á í spilaranum hér að neðan - og dæmi nú hver fyrir sig.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×