Fótbolti

Fullyrt að Ronaldo sé heill á ný

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Cristiano Ronaldo hefur verið á bekknum hjá Real í síðustu leikjum.
Cristiano Ronaldo hefur verið á bekknum hjá Real í síðustu leikjum. Vísir/Getty
Cristiano Ronaldo hefur misst af fáum leikjum vegna meiðsla síðustu misserin en hann var ekki með þegar Real Madrid gerði markalaust jafntefli við Manchester City í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í síðustu viku.

Spænskir fjölmiðlar fóru mikinn í umfjöllun sinni um meiðsli Ronaldo og fullyrti læknir í samtali við spænska blaðið AS að Ronaldo gæti misst af EM ef hann fer of snemma af stað eftir meiðslin en Ronaldo tognaði í lærvöðva.

Ronaldo, sem hefur einnig misst af síðustu tveimur leikjum Real í spænsku úrvalsdeildinni, var þó með á æfingu í gær. Hann æfði með félögum sínum fyrri hluta æfingarinnar og æfði svo sjálfur.

Spænsku dagblöðin Marca og AS slá því svo upp í dag að Ronaldo sé orðinn heill á nýjan leik og verði með þegar Real tekur á móti City á miðvikudagskvöldið.


Tengdar fréttir

Í fínu lagi með Ronaldo

Það fór um marga stuðningsmenn Real Madrid í gær er Cristiano Ronaldo haltraði af velli rétt fyrir leikslok.

Real-menn nær sigri án Ronaldo

Manchester City og Real Madrid gerðu markalaust jafntefli í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á Etihad í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×