Erlent

Fullviss um að ná samningum um skuldir Grikklands

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, ásamt Martin Schluz, forseta Evrópuþingsins.
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, ásamt Martin Schluz, forseta Evrópuþingsins. Vísir/Getty
Forsætisráðherra Grikklands, Alexis Tsipras, segir að gríska ríkið muni borga skuldir sínar.

Í yfirlýsingu sem hann sendi Bloomberg-fréttastofunni segist Tsipras fullviss um að Grikkir nái að semja við þær Evrópuþjóðir sem fjármögnuðu neyðarlán til ríkisstjórnar landsins í efnahagskreppunni.

„Viðræður við félaga okkar í Evrópu eru nýhafnar og þó að okkur greini á er ég viss um að við náum samningum sem munu bæði koma Grikklandi vel sem og allri Evrópu,“ segir Tsipras.

Gríska ríkið skuldar 315 milljarða evra. Tsipras hefur áður sagt að hann vilji að helmingur þeirra verði afskrifaður.

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur hins vegar sagt að útilokað sé að samið verði um frekari skuldaniðurfellingu við Grikki.


Tengdar fréttir

SYRIZA boðar nýtt upphaf

Þingkosningar fóru fram í Grikklandi í dag. SYRIZA bar stórsigur úr bítum samkvæmt útgönguspám.

Segir Grikkland ekki stefna í greiðslufall

Nýr forsætisráðherra Grikklands að ríkið muni semja við lánadrottna um 240 milljarða evra björgunarpakka landsins þegar hann ávarpaði nýja ríkisstjórn sína.

Tsipras vill fara samningaleiðina

Alexis Tsipras boðar miklar breytingar í Grikklandi, uppstokkun í kerfinu og sanngjarna samninga við lánardrottna. Hann segist samt vilja forðast átök við Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×