Körfubolti

Fulltrúar síðustu fjögurra Íslandsmeistaratitla með KR í ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Magni Hafsteinsson varð Íslandsmeistari með KR fyrir fjórtán árum.
Magni Hafsteinsson varð Íslandsmeistari með KR fyrir fjórtán árum. Vísir/Stefán
Grindvíkingar hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn undanfarin tvö tímabil og innan Grindavíkurliðsins er því mikil meistarareynsla en margir úr KR-liðinu hafa einnig unnið titilinn með sínu félagi á síðustu árum.

KR og Grindavík mætast í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Dominos-deild karla í körfubolta en fyrsti leikurinn er í kvöld klukkan 19.15 í DHL-höllinni í Frostaskjóli. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.

KR-ingar hafa unnið fjóra Íslandsmeistaratitla á þessari öld og meðal leikmanna KR-liðsins í dag eru leikmenn úr öllum þessum fjórum meistaraliðum. KR vann Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla 2000, 2007, 2009 og 2011.  

Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR-liðsins, og Ólafur Már Ægisson hafa verið með þremur af þessum fjórum titlum, Brynjar í þremur síðustu en Ólafur öllum nema titlinum árið 2007.

Ólafur Már var ásamt Magna Hafsteinssyni í Íslandsmeistaraliði KR fyrir fjórtán árum síðan en KR-ingar unnu þá sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í áratug.

Fimm leikmenn KR-liðsins í dag voru með þegar KR vann síðast Íslandsmeistaratitilinn vorið 2011 en þar á meðal eru Pavel Ermolinskij og Martin Hermannsson sem hafa farið á kostum í þessu tímabili.

Pavel Ermolinskij varð Íslandsmeistari síðasta tímabilið sem hann lék með KR fyrir tímabilið í ár en hann fór síðan í atvinnumennsku í Svíþjóð í tvö ár.



Fulltrúar síðustu fjögurra Íslandsmeistaraliða KR eru í KR-liðinu í dag

Úr Íslandsmeistaraliði KR 2000

Magni Hafsteinsson og Ólafur Már Ægisson.

Úr Íslandsmeistaraliði KR 2007

Brynjar Þór Björnsson og Darri Hilmarsson.

Úr Íslandsmeistaraliði KR 2009

Brynjar Þór Björnsson, Darri Hilmarsson, Helgi Már Magnússon og Ólafur Már Ægisson.

Úr Íslandsmeistaraliði KR 2011

Brynjar Þór Björnsson, Jón Orri Kristjánsson, Martin Hermannsson, Ólafur Már Ægisson og Pavel Ermolinskij.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×