Innlent

Fulltrúar Arion hittu bæjarrráð

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Gunnar I. Birgisson.
Gunnar I. Birgisson.
Tveir fulltrúar Arion banka mættu á fund bæjarráðs Siglufjarðar í gær til að skýra uppsagnir starfsmanna í 6,2 stöðugildum í útibúum bankans í sveitarfélaginu.

Gunnar Birgisson bæjarstjóri segir bæjarráðsfundi lokaða og að hann vilji ekki tjá sig um það sem sagt var né hvort skýringar Arionmanna hafi breytt viðhorfi heimamanna til uppsagnanna.

„Það er hins vegar alveg ljóst að fulltrúar Arion banka sögðu í fyrra, þegar þeir yfirtóku Sparisjóðinn, að þá myndi ekki fækka fólki. Þeir ræddu um það við bæjarráð og bæjarfulltrúa og það hefur ekki gengið eftir og þeir reyndu að skýra það,“ segir bæjarstjórinn.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttir

Arion sveik loforð við Fjallabyggð

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur óskað eftir því að fulltrúar Arion banka mæti á næsta fund bæjarráðs og fari yfir núverandi stöðu mála. Bæjarráðið er ósátt við uppsagnir á 6,4 stöðugildum í útibúum bankans í Fjallabyggð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×