Innlent

Fullt af höfrungum og ein Þúfa

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Listsigling Ferðamenn í hvalaskoðun fengu ekki aðeins að njóta náttúrunnar heldur einnig listaverks íslensks listamanns.
Listsigling Ferðamenn í hvalaskoðun fengu ekki aðeins að njóta náttúrunnar heldur einnig listaverks íslensks listamanns. Fréttablaðið/Pjetur
Erlendir ferðamenn í hvalaskoðun á skipinu Hafsúlunni sáu bæði hrefnur og óhemju mikið af höfrungum í gær að sögn Vignis Sigursveinssonar, skipstjóra hjá Eldingu, sem á Hafsúluna.

„Það hefur gengið ágætlega,“ segir Vignir spurður um hvernig gengið hefur það sem af er sumri. Veðrið hefur sett strik í reikninginn. „Það vantar sólina.“

Starfsmenn Eldingar fagna því góða veðrinu sem hefur leikið við borgarbúa síðastliðna daga. „Okkur fannst sumarið hafa komið aftur á sunnudaginn.“

Í bakgrunni myndarinnar má sjá listaverkið Þúfu eftir Ólöfu Nordal. Þúfan er átta metrar á hæð og 26 metrar í þvermál. Hjallur stendur á toppi hennar og þar er þurrkaður fiskur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×