Enski boltinn

Fulham nánast öruggt með sæti í umspilinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jón Daði og félagar töpuðu fyrir Derby.
Jón Daði og félagar töpuðu fyrir Derby. vísir/getty
Ragnar Sigurðsson var ekki í leikmannahópi Fulham sem gerðu 1-1 jafntefli við Brentford á Craven Cottage í ensku B-deildinni í dag.

Fulham er svo gott sem komið í umspil um sæti í ensku úrvalsdeildinni. Liðið er með 77 stig í 6. sætinu, þremur stigum á undan Leeds United og með miklu betri markatölu. Leeds gerði 3-3 jafntefli við Norwich City í dag.

Jón Daði Böðvarsson lék síðustu 12 mínúturnar þegar Wolves laut í lægra haldi fyrir Derby, 3-1. Úlfarnir voru einum færri frá 33. mínútu þegar Ivan Cavaleiro fékk að líta rauða spjaldið.

Blackburn Rovers á enn möguleika á að bjarga sér frá falli eftir 1-0 sigur á Aston Villa. Birkir Bjarnason er enn á meiðslalistanum hjá Villa sem er í 12. sæti deildarinnar.

Þrátt fyrir að missa mann af velli með rautt spjald og klúðra vítaspyrnu vann Birmingham 2-0 sigur á Huddersfield. Þetta var fyrsti sigur liðsins undir stjórn Harrys Redknapp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×