Erlent

Fuglar skynji yfirvofandi skýstróka

Vísindamenn segja að svo virðist því sem fuglarnir skynji að veðrabreytingar séu í nánd.
Vísindamenn segja að svo virðist því sem fuglarnir skynji að veðrabreytingar séu í nánd. Vísir/Getty
Bandarískir fuglafræðingar segja að svo virðist sem fuglar skynji yfirvofandi skýstróka með um dagsfyrirvara. Þetta sýna rannsóknir á nokkrum fuglum sem búnir voru staðsetningarbúnaði.

Fuglarnir, sem höfðu nýlokið við fimm þúsund kílómetra langt ferðalag að miðvesturríkjunum, tóku sig skyndilega upp á ný og flugu um fimmhundruð kílómetra leið lengra suður á bóginn.

Um sólarhring síðar skullu margir skýstrókar á miðríkjum bandaríkjanna með mikilli eyðileggingu í för með sér. Vísindamenn segja að svo virðist því sem fuglarnir skynji að veðrabreytingar séu í nánd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×