Erlent

Fuglar kveikja skógarelda

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Barist við skógarelda í Ástralíu.
Barist við skógarelda í Ástralíu.
Ránfuglar kveikja skógarelda til að hrekja bráð sem þeir veiða úr fylgsnum sínum. Frá þessu er greint í vísindaritinu Journal of Ethnobiology.

Ekki var tekið mark á frásögnum frumbyggja í Ástralíu af slíku atferli fugla. Rannsóknin sem greint er frá í fyrrgreindu vísindariti byggir hins vegar á frásögnum nokkurra fyrrverandi og núverandi slökkviliðsmanna. Einn þeirra, Dick Eussen, sá fugl grípa kvist með glóð í, fljúga með hann þangað sem ekki var eldur og sleppa honum.

Samkvæmt rannsókninni virðist sem fuglarnir geri þetta ekki þar sem enn skíðlogar, heldur þar sem eldurinn er að slokkna.

Ekki þykir útilokað að fuglar í öðrum heimshlutum noti þessa aðferð. Fuglar í Ameríku, Afríku og Suður-Asíu hafa verið grunaðir um íkveikju.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×