Körfubolti

Fuglamaðurinn til liðs við meistarana

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Fuglamaðurinn er skrautlegur fýr.
Fuglamaðurinn er skrautlegur fýr. Vísir/Getty
Chris Andersen, einnig þekktur sem Fuglamaðurinn (e. Birdman), skrifaði í gær undir eins árs samning við Cleveland Cavaliers en hjá Cleveland hittir hann fyrrum liðsfélaga sína frá Miami Heat í LeBron James og James Jones.

Andersen sem varð 38 ára á dögunum var án samnings eftir að Memphis Grizzlies ákvað ekki að bjóða honum nýjan samning en hann var sendur þangað frá Miami fyrr í vetur.

Cleveland sendi Sasha Kaun til Philadelphia 76ers til þess að skapa pláss undan launaþakinu fyrir Andersen.

Andersen varð meistari með Miami Heat á fyrsta tímabili sínu hjá félaginu með LeBron James en honum er ætlað að koma inn af bekknum hjá Cleveland og veita lykilleikmönnum liðsins hvíld.

Er hann annar reynsluboltinn sem Cleveland bætir við sig eftir að hafa samið við Mike Dunleavy Jr. á dögunum en liðið er þessa dagana að styrkja sig fyrir titilvörnina á næsta tímabili.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×