Viðskipti erlent

FTSE 100 ekki hærri á árinu

Sæunn Gísladóttir skrifar
FTSE 100 vísitalan nær til stærstu fyrirtækja  Lundúna.
FTSE 100 vísitalan nær til stærstu fyrirtækja Lundúna. Vísir/AFP
Breska vísitalan FTSE 100 náði hæstu hæðum á árinu 2016 í morgun. FTSE hækkaði um 0,46 prósent og nam 6.382 stigum eftir að markaðir höfðu verið opnir í hálftíma í morgun. 

Vísitalan hefur lækkað eilítið síðan þá og nam 6.372 stigum um hádegið í dag.

Aðrir evrópskir markaðir hafa einnig tekið við sér. Cac 40 hækkaði um 0,65 prósent í morgun, og Dax í Þýskalandi hækkaði um 0,48 prósent. Dow vísitalan í Bandaríkjunum lokaði í fyrsta sinn í yfir 18 þúsund stigum í gær, síðan í júlí 2015.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×