Innlent

Frumvarp um afnám refsingar við guðlasti komið fram í þinginu

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Þingmenn Pírata segja að svara verði árásum á borð við þá sem gerð var í París með skýrum skilaboðum að tjáningarfrelsið muni aldrei lúta fyrir manndrápum, ofbeldi eða hótunum
Þingmenn Pírata segja að svara verði árásum á borð við þá sem gerð var í París með skýrum skilaboðum að tjáningarfrelsið muni aldrei lúta fyrir manndrápum, ofbeldi eða hótunum Vísir/Pjetur
Þingmenn Pírata, þau Helgi Hrafn Gunnarsson, Jón Þór Ólafsson og Birgitta Jónsdóttir, hafa lagt fram frumvarp á þingi um að fella brott refsiákvæði við guðlasti úr íslenskum hegningarlögum. Lögin gera ráð fyrir að hægt sé að fangelsa menn í allt að þrjá mánuði fyrir að smána trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags.

Í greinargerðinni vísa þingmennirnir til árásarinnar á ritstjórnarskrifstofu tímaritsins Charlie Hebdo í París.Vísir/AFP
„Fólk hefur ólíka sýn á lífið og því er viðbúið að tjáning sem einn telur eðlilega telji annar móðgandi. Sem betur fer eru upplifanir fólks af lífinu og tilverunni afskaplega ólíkar,“ segir í greinargerð með frumvarpinu. „Því er með öllu óraunhæft að ætla mannlegum hugsunum, tilfinningum og skoðunum að rúmast alltaf innan ramma svokallaðs almenns velsæmis.“

Í greinargerðinni vísa þingmennirnir til árásarinnar á ritstjórnarskrifstofu tímaritsins Charlie Hebdo í París. Árásin var gerð vegna teikninga sem birst hafa á síðum blaðsins af Múhameð spámanni. Þingmennirnir segja að svara eigi slíkum árásum með þeim skýru skilaboðum að tjáningarfrelsið muni aldrei lúta fyrir manndrápum, ofbeldi eða hótunum. Það sé ein ástæða frumvarpsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×