Tónlist

Frumsýnt á Vísi: Tónlistarmyndband Bergljótar Arnalds við Heart Beat

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Úr myndbandinu við Heart Beat.
Úr myndbandinu við Heart Beat. mynd/berljót arnalds
„Undanfarið hefur hjartað og hjartsláttur heillað mig mjög og mig hefur langað að vinna lög út því,“ segir tónlistarkonan Bergljót Arnalds sem í dag frumsýnir myndband við lag sitt Heart Beat.

Lagið er af væntanlegri sólóplötu söngkonunnar sem heitir Hjartsláttur. Plötuna hefur Bergljót verið að fjármagna á Karolina Fund að undanförnu og vantar lítið til að ná marki sínu. Söfnuninni lýkur á miðnætti.

„Ég tók upp minn eigin hjartslátt og hann myndar taktinn í laginu þó það sé að mörgu leiti hefðbundið popplag. Hugmyndin á bak við plötuna er tengd hugmyndum um ást, tilfinningar okkar og hjartslátt,“ segir Bergljót.

Stefnt er að því að platan verði tilbúin að ári liðnu. Hægt er að horfa á tónlistarmyndbandið við Heart Beat hér að neðan. Viljir þú styðja við útgáfu plötunnar og fá þá eintak, og mögulega fleiri glaðninga, getur þú smellt hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×