Bíó og sjónvarp

Frumsýning á Vísi: „Það er svikari í löggunni“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Vísir frumsýnir glænýja stiklu úr kvikmyndinni Borgríki II - Blóð hraustra manna sem er frumsýnd þann 17. október næstkomandi.

Stiklan lofar góðu og einkennist af gríðarlegri spennu þar sem upp kemst um spillingu innan lögreglunnar.

Borgríki II er sjálfstætt framhald myndarinnar Borgríki frá árinu 2011. Myndin fjallar um Hannes, metnaðarfullan lögreglumann, sem lendir á hálum ís þegar hann hefur rannsókn á yfirmanni fíkniefnadeildar lögreglunnar eftir ábendingu frá fyrrverandi glæpaforingja sem situr inni. Hannes sér fram á að ná að slá tvær flugur í einu höggi, ná yfirmanninum en einnig erlendri glæpaklíku sem er með tökin á borginni. Til að ná þessu markmiði sínu dregur hann lögreglukonu með erfiða fortíð inn í aðgerðirnar, óafvitandi að erlenda glæpagengið ætlar sér stóra hluti og munu svífast einskis til verja sig.

Í helstu hlutverkum eru Darri Ingólfsson, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Zlatko Krickic og Hilmir Snær Guðnason en leikstjórn er í höndum Olafs de Fleur.

ISL Trailer mast 1080i 169 from Olaf de Fleur on Vimeo.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×