Viðskipti innlent

Frumherji býður upp á hlutlausa fasteignaskoðun

Reykjavík. Myndin er úr safni.
Reykjavík. Myndin er úr safni.
Frumherji hf. býður nú upp á hlutlausar fasteignaskoðanir hér á landi. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að fasteignaviðskipti fari oftar en ekki fram án þess að óháður aðili leggi mat á almennt ástand eignarinnar.

Slík skoðun og skýrslugerð í kjölfarið er hinsvegar mikilvæg til að auka vissu í viðskiptunum og vernda hagsmuni bæði kaupanda og seljanda.

Þá segir ennfremur í tilkynningu að almenn söluskoðun Frumherja flokkist sem sjónskoðun. Stuðst er við staðlaða gátlista sem unnir hafa verið upp af sérfróðum starfsmönnum fyrirtækisins. Þeir byggja svo aftur grunninn undir vandaða skýrslu skoðunarmanns um almennt ástand eignarinnar.

Söluskoðanir á bifreiðum hafa verið framkvæmdar af Frumherja í mörg ár. Markmið Frumherja er gera hlutlausar fasteignaskoðanir að jafn föstum og ómissandi hluta í söluferli fasteigna. Þannig fá bæði kaupendur og seljendur gott almennt stöðumat á ástand fasteignar þegar húsnæði skiptir um hendur, að því er fram kemur í tilkynningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×