Erlent

Frumbyggi loks í einu aðalhlutverka Nágranna

Atli Ísleifsson skrifar
Við skulum vona að Karl og Susan taki vel á móti Kinski-fjölskyldunni.
Við skulum vona að Karl og Susan taki vel á móti Kinski-fjölskyldunni. Vísir/Neighbours
Framleiðendur áströlsku sápuóperunnar Nágranna hafa nú ráðið ástralskan frumbyggja í eitt aðalhlutverka þáttanna í fyrsta sinn. Það er hinn 24 ára Meyne Wyatt sem mun fara með hlutverk Nate Kinski.

Fyrsti þátturinn þar sem Kinski kemur fyrir verður frumsýndur í Ástralíu þann 13. ágúst næstkomandi. Á vef BBC segir að frumbyggjar hafi vissulega komið fyrir í þáttunum en aldrei áður í einu burðarhlutverkanna.

Margir hafa sakað framleiðendur þáttanna um að þættirnir hafi ekki endurspeglað  ástralskan raunveruleika þau 29 ár sem þættirnir hafa verið í loftinu. Þættirnir eiga að gerast á götunni Ramsey Street í úthverfi Melbourne.

Persónan Nate Kinski hefur nú þegar tengingu við tvær aðalpersónur þáttanna, Susan og Karl Kennedy, en Susan var áður gift frænda Nate.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×