Innlent

Frjálslyndir: Í nýju húsi og lofa bombu

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins.
Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins. Mynd/Stefán

Í frétt sem birtist á heimasíðu Frjálslynda flokksins í kvöld er sagt frá fjárhagslegri endurskipulagningu flokksins og hún sögð ganga samkvæmt áætlun.

Framkvæmdastjórn flokksins er sögð vinna að mjög ákveðnum tillögum fjármálaráðs Frjálslyndra, sem þó mun ekki tímabært að skýra frá í smáatriðum að svo stöddu.

Þó megi segja frá því að flokkurinn sé kominn í nýtt húsnæði að Lynghálsi 3, sem hefur að sögn alla kosti hins gamla húsnæðis í Skúlatúni en sé margfalt ódýrara.

Athygli vekur að undir lok fréttarinnar er einhverskonar bombu lofað frá flokknum með haustinu, eða eins og það er orðað:

„Líklegt er að Frjálslyndi flokkurinn muni stimpla sig nokkuð ákveðið inn í stjórnmálaumræðuna á Íslandi í haust með óvæntri fréttatilkynningu."

Fréttina í heild sinni má sjá hér, en þar kemur einnig fram hörð gagnrýni á ríkisstjórnina.

Flokkurinn á ekki sæti á þingi.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×